Laga göngustíg milli Jaðarsels og Kleifarsels

Laga göngustíg milli Jaðarsels og Kleifarsels

Hér er göngustígur sem hefur ekki verið kláraður frá því að var byrjað að byggja í Kleifarselinu. Endinn á stígnum er í eigu borgarinnar og er hann mikið notaður af farþegum strætó í hverfið. Það þarf að klára göngustíg frá frá strætostoppistöðinni Jaðarsel/Klyfjasel og að hellulögn í eigu íbúa í Kleifarseli 1-47. Íbúar eru löngu búnir að klára sitt en borgin er með allt niðrum sig enn eftir áratugi. Börn eru í stórhættu vegna nálægðar við umferð og því að þetta verður drullusvað í rigningu.

Points

Rökin eru þau að nálægð stígsins við stoppistöð strætó gerir það að verkum að hann er mikið notaður. Borgin á þennan enda og þetta hefur aldrei verið klárað. Íbúar eru löngu búnir að klára sitt en borgin er með allt niðrum sig enn eftir áratugi. Börn eru í stórhættu vegna nálægðar við umferð og því að þetta verður drullusvað í rigningu hált og auðvelt að misstiga sig út á götu í veg fyrir þunga umferð þar sem hámarkshraði er 50km klst.

Þessi stígur er mjög mikið notaður af skólakrökkum sem nýta hann til og frá Seljaskóla yfir Jaðarselið. Það er fráleitt að ekki sé betur gengið frá honum vegna yfirvofandi slysahættu. Þarna er nálægð við umferðina mikil og aukin hætta skapast þegar blautt er í veðri og myrkur vegna moldarundirlags sem skapar drullu og bleytu sem fólk rennur í.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information