Meiri gróður á horni Sæbrautar/Klepp- og Laugarnesvegar

Meiri gróður á horni Sæbrautar/Klepp- og Laugarnesvegar

Bæta við trjám, runnum og auka gróður hjá strætóskýlum og við enda Laugarnesvegar, báðum megin s.s. líka við Listaháskólann.

Points

Mikil og þung umferð er á þessum slóðum sem veldur oft á tíðum miklu svifriki og mengun sem meiri gróður og tré myndu stemma stigu við. Þá er oft vindasamt vegna nálægðar við sjóinn og þá myndi aukin gróður bæta veðurfar ásamt því að fegra og bæta umhverfið okkar. Mikilvægt að nýta þessi fáu grænu svæði til uppbyggingar á gróðri í stað þess að hafa þessa grasbletti bara tóma sem ýtir undir það að fólk keyri upp á þá og skilji eftir sár í grasinu.

Ég bý á þessu horni. Ég er sammála Hönnu. Gróður myndi auðvitað líka stemma stigum við hversu dökkt er yfir húsnæði Listaháskólans. Ítreka að bílar keyra gjarnan yfir stóra blettinn frá horninu og að strætóskýlinu sem snýr á móti skólabyggingunni. Gróður/runnar/tré myndu hefta slíkt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information