Hljóðvarnir meðfram Bústaðaveg fyrir leiksvæði við Ásgarð

Hljóðvarnir meðfram Bústaðaveg fyrir leiksvæði við Ásgarð

Leiksvæðið við Ásgarð var endurnýjað fyrir nokkrum árum og er nú mjög vandað og gott og mikið notað af íbúum í hverfinu. Umferðarhávaði frá Bústaðavegi skemmir hinsvegar fyrir ánægjunni við að vera þarna með börn. Neðri hluti leiksvæðisins er alveg niðri við Bústaðaveg og aðeins opin girðing, runnar og nokkur tré eru á milli. Lagt er til að girðingin meðfram veginum, sem er orðin gömul og lúin, verði endurnýjuð og breytt í ca. 2.5m háan hljóðvegg sem myndi skerma af leiksvæðið fyrir umferð.

Points

Hugsanlega væri hægt að minnka framkvæmdakostnað með því að nota áfram undirstöður fyrir núverandi girðingu.

Verulegrar hávaðamengunar gætir vegna þungrar umferðar um Bústaðaveg á þessum kafla. Þetta má glöggt sjá á hávaðakorti Reykjavíkurborgar (http://reykjavik.is/frettir/adgerdaraaetlun-gegn-havada , http://reykjavik.is/sites/default/files/vesturhluti_havadakort_loka.pdf). Víðast hvar annarsstaðar við ofanverðan Bústaðaveg hafa verið settar jarðvegsmanir eða annars konar hljóðvarnir meðfram lóðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information