Mannlífstorg á horni Laugalækjar og Hrísateigs
Bílastæðin við verslanirnar við Laugalæk eru heldur óspennandi en væntanlega nauðsynleg. Hugmyndin er að halda hluta bílastæðanna, en hanna útivistarsvæði og setja upp gróður og bekki á svæðinu fyrir framan Ísbúðina. Skipta þannig þessu opna svæði niður og í leiðinni koma í veg fyrir akstur bíla gegnum bílastæðið þar sem fólk er oft á ferð. Þar væri kominn staður til samfunda hverfisbúa á öllum aldri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation