Grænt svæði bakvið Rauðalæk (við hlið gæsluvallar)

Grænt svæði bakvið Rauðalæk (við hlið gæsluvallar)

Við hlið gæsluvöllar á Rauðalæk 21a er svæði sem áður hýsti leiktæki (Brúðubíllinn hefur mætt þarna, og útimarkaður verið haldinn). Þar er nú eftir möl (eftir að leiktæki voru fjarlægð) ásamt hól nokkrum og miklum (sem varð til og skilinn eftir við lagfæringar á gæsluvelli 2013). Lagt er til að gengið verði almennilega frá svæðinu. Mölin fjarlægð og hóllinn sömuleiðis, tyrft að lágmarki en ekki verra ef einhver meiri hönnun ætti sér stað, svo svæðið megi betur nýta til leiks og útiveru.

Points

Gott svæði sem ekki hefur verið hlúð að og nýtist því afskaplega illa, þarf ekki mikið til að gera bæði huggulegt og nytsamlegt.

Þessi breyting, hóllinn og mölin er frá Davíði komin þegar hann var borgarstjóri. Þarna var fótboltavöllur og leiksvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information