Spegill á gatnamót

Spegill á gatnamót

Á horni Breiðagerðis og Grensásvegs er blindrarhorn sem mætti vel fyrirbyggja með spegli. Ég hef sjálf lent í því að fara ögn inn á Grensásveg til þess að sjá en bregður svo þegar ég sé bíl þannig ég hef bakkað hratt afturábak og næstum lent á bílnum sem var kominn fyrir aftan mig en ég hafði ekki tekið eftir enda athyglin á Grensásvegi. Í eitt skipti var m.a.s. hjólreiðamaður kominn þarna á milli mín og bílsins fyrir aftan. Ég hugsa að sé eins með fleiri götur sem liggja þarna eins.

Points

Ódýr og einföld lausn sem myndi fyrirbyggja mikla hættu. Þó ég viti ekki af slysi sem hefur gerst enn veit ég um mörg atvik sem voru óþarflega nálægt því. Sérstaklega þegar hjólastígurinn kemur inn í þetta með enn flóknari umferð.

Ég hef orðið vitni að slysi á þessu horni þar sem ekið var á bíl sem ók of langt inn á Grensásveginn úr Breiðagerðinu, nákvæmlega vegna þess að ökumaðurinn sá ekki hvort einhver var að koma niður brekkuna. Spegill getur forðað fleiri slysum.

Hvernig verður þetta þegar búið er að setja hjólabraut og gangbraut næst útkeyrslunni? Verður það ekki enn hættulegra?

Þetta á eftir að versna til muna eftir breytingar á Grensásvegi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information