Endurteppaleggja hjólabrettavöll við Leirulæk

Endurteppaleggja hjólabrettavöll við Leirulæk

Hjólabrettavöllur við Leirulæk er í niðurníðslu vegna stöðugra skemmdaverka. Völlurinn var teppalagður með gervigrasi vegna hávaða frá honum og eftir það hefur hann verið undir stöðugum skemmdaverkum og teppin rifin upp að hluta. Annað hvort þarf að teppaleggja hann nokkrum sinnum á ári eða fjarlægja völlin alfarið.

Points

Völlur með gervigrasi nýtist fyrir yngstu iðkendurna á hjóli, hjólabretti, hlaupahjóli og línuskautum. Eftir skemmdaverk nýtist hann ekki neinum.

Bara laga þetta strax!!!!!!!!!

Taka teppið í burtu. Nýtist engum svona.

Frekkar að rífa þetta niður heldur enn að teppalegja nokkrusinnum a ari hvað er að hahahahagg hræðilegt að sja þetta nú Þegar bara rífa þetta niður eða laga þetta svo karakarnir geta leigt sér aður enn Einhver gerir einhvað stór skemd

Ef þið töluðu bara við brettafólkið :)

Taka þessi teppi af og koma vellinum í upprunalegt horf. Óæskilegi hávaðinn frá vellinum var vegna eldri ungmenna sem voru að nota völlinn langt frameftir með háværri tónlist. Það þarf að taka á því vandamáli, en ekki eyðileggja völlinn fyrir krökkunum.

Þetta teppi gerir engum gagn nema þeim sem vilja enga umferð þarna um. Fjarlægja teppið og gera þetta að almennilegu brettasvæði.

Það þarf annað hvort að endurteppaleggja völlinn eða fjarlægja hann. Engin grenndarkynning átti sér stað þegar hann var byggður en í stað þess að fjarlægja hann var hann teppalagður til prufu vegna mikils kostnaðar við niðurrif. Gallinn við teppalögnina eru ítrekuð skemmdarverk þegar teppinn eru rifin af og útkoman er sóðalegt umhverfi. Eðlilegast væri að fjarlægja völlinn en til vara að setja nýtt teppi á hann sérstaklega þegar horft er til þess hvernig að byggingu hans var staðið.

Nauðsynlegt er að endurteppaleggja völlinn eða taka hann alfarið í burtu vegna ítrekaðs ónæðis af honum áður en hann var teppalagður. Ég er íbúi í húsi við hlið vallarins og vegna ítrekaðs ónæðis var farið í viðræður við borgina til lausnar á vandanum sem vörðu í nokkur ár. Ýmislegt var reynt til lausnar en ekkert gekk, ónæðið var mikið, einkum um nætur þannig að ekki var svefnsamt, hvorki fyrir börn né fullorðna í nálægum húsum. Ekki bætir úr skák að völlurinn var settur upp án kynningar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information