Ljósmengun frá Þróttaravellinum

Ljósmengun frá Þróttaravellinum

Kastararnir á möstrunum við gervigrasvöll Þróttar eru bæði börn síns tíma og mjög líklegast allir orðnir vanstilltir, á veturna má sjá skugga myndast á húsum vestan megin við Gullteig vegna þessara kastara, eins er svakaleg glýja frá þeim upp á Laugarásveg. Legg til að menn beri saman td. Framvöll í Safamýri og völl Stjörnunnar í Garðabæ, á þeim tveim völlum fer lýsing nánast ekkert útfyrir vallarsvæðið.

Points

Það er nauðsynlegt að fara að skoða alvarlega hvað hægt er að gera til að minnka svona óþarfa ljósmengun, öll lýsing sem ekki fer á það svæði sem henni er ætlar, heldur langt út fyrir eða upp í loft er slæm lýsing, að ekki sé talað um sóunina á orkunni. Þetta mætti líka athuga með td. að setja klukkureglur á stór auglýsingaskilti og banna lýsingu UPP eftir húsum eftir einhvern x-tíma á nóttunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information