Þegar komið er niður Holtaveg (frá Langholtsvegi), eru miklar tafir við ljósin á Sæbraut. Flestir bílar sem koma þarna beygja til hægri. Það má vera sama útfærsla á þessu eins og þar sem Skeiðarvogur kemur að Sæbraut.
Þetta eykur skilvrikni
Þetta mundi flýta mikið fyrir þeim sem vilja beygja til hægri inn á Sæbraut, sérstaklega á háannatíma. Þetta mundi líka flýta fyrir þeim sem vilja aka beint áfram niður Holtaveg. Þarna myndast langar raðir á háannatíma. Það er nægt pláss fyrir beygju akrein á þessum stað.
Ég myndi frekkar vilja sjá umferðinni beint frá Langholtsvegi, sérstaklega þar sem það er mikið af börnum á ferðinni við Holtaveginn vegna Langholtsskóla. Þess vegna get ég ekki stutt tilögu sem stuðlar að meiri hraða og meiri umferð þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation