Körfuknattleiksdeild ÍR og aðrir Breiðhyltingar vilja fá að sjá almennilegan úti körfuknattleiksvöll í Breiðholtið. Kjörin staðsetning væri t.d. við Dverga og Eyjabakka sem er rétt við Breiðholtsskóla. Þar er völlur í dag í algjörri niðurníslu og væri kjörið að setja þar niður völl frá Sport Court. Samskonar velli má sjá t.d. við Rimaskóla, Sunnulækjarskóla og Smáraskóla. Einnig þarf að ganga á þær körfur sem fyrir eru hér í Breiðholti og laga net, hringi og spjöld.
Almennilegur körfuknattleiksvöllur mundi ýta undir þann aukna áhuga á körfubolta sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Nú hafa skólalóðir grunnskóla Breiðholts verið teknar í gegn og eru sparkvellir við hvern einasta skóla en lélegir körfuknattleiksvellir. Þess vegna væri kjörið að setja upp einn alvöru völl og myndi hann sóma sér vel t.d. við Dverga og Eyjabakka. Vitað er að forvarna gildi íþrótta er ótvírætt og völlur sem þessi væri liður í því að halda ungmennum með hugann við íþróttir.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8993
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation