Göngubrú yfir Elliðaá í miðjum Víðidal

Göngubrú yfir Elliðaá í miðjum Víðidal

Byggja göngubrú yfir Elliðaá í miðjum Víðidalnum, til dæmis á móts við Fella-og Hólakirkju. Brúin þyrfti ekki að vera mjög stór eða merkileg, en þó barnavagnafær. Brúin myndi gefa möguleika á styttri gönguleiðum um Víðidalinn.

Points

Brúin myndi gefa möguleika á styttri gönguleiðum um Víðidalinn.

Myndi gera hverfið skemmtilegra og gönguleiðir eftirsóttar fyrir ekki síst gamla fólkið.

Brúin myndi gefa möguleika á styttri gönguleiðum t.d. fyrir barnafólk sem vill gjarnan njóta þess að taka gott labb með börnum fallegan hring en ekki bara fram og til baka sömu leið.

Of mikið rask fyrir dalinn. Nóg komið að göngustígum í dalnum. Þetta er gott eins og það er. Mér finnst vera farið að ganga dálítið á ósnortna náttúru í dalnum með göngu- og hjólreiðastígum. Það þarf líka að gera meira í Reykjavík en leggja endalausa göngu- og hjólreiðastíga enda dýrar framkvæmdir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information