Veita afslátt af bláu tunnunni vegna óumbeðinni fríblaða

Veita afslátt af bláu tunnunni vegna óumbeðinni fríblaða

Þetta á reyndar við um öll hverfi Reykjavíkur. Margir hafa fengið miða frá Póstinum þar sem stendur skýrum stöfum Engan fjölpóst. Fríblöðum er samt dreift í stigaganga, líka hjá þeim sem vilja hann greinilega ekki (þ.e. eru með áðurnefndan miða). Nú fara öll þessi fríblöð ólesin beint í bláu tunnuna, sem húsfélagið er að borga fyrir að nota. Þessi tunna er að fyllast af drasli sem við viljum greinilega ekki. Reykjavíkurborg þarf að gefa afslátt af bláu tunnunni sem nemur þessum óumbeðna pósti.

Points

Framhald. Ef borgin getur ekki komið til móts við íbúa og gefið afslátt af bláu tunnunni þegar hún fyllist af óumbeðnu rusli (fjöldadreifingar sem íbúar vilja ekki og eru með merkingar þess efnis), þá vil ég að borgin beiti sér fyrir því að þessum pósti sé ekki dreift til þeirra sem greinilega vilja hann ekki t.d. með Engan fjölpóst merkingar á póstkössum. T.d. gæti borgin rukkað dreifingaraðilana sem dreifa þessum póst óumbeðið um kostnaðinn við bláu tunnurnar og fyrir að stuðla að pappírssóun

Þetta er mjög óréttlátt sorphirðukerfi í dag. Ég flokka t.d. allt en sumir nágrannar ekki neitt. Ég hef líka afþakkað allan fjölpóst en þarf að borga fyrir aðra sem hafa ekki gert það. Af hverju á maður að borga fyrir að endurvinna ruslið sitt? Einhver græðir svo fjárhagslega á öllu saman en ekki ég.

svo eru þessi fríblöð notuð til morðtilrauna, kveikt í póstkössum með miklu tjóni og lífshættu , það má líta svo á að blaðaútgefendur standi fyrir því að bera óumbeðinn og á móti vilja íbúanna eldsmat í hús sem er svo notaður á versta hugsanlega máta og sé þá meðábyrgur í því dæmi ,og löggjafinn virðist þáttakandi líka því það virðist ekki hægt að stoppa þetta, ef einhver vill senda manni mikinn pappír þá er lagaskylda að taka við því , þetta er bara svo ótrúlegt að maður skilur það ekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information