Aðskilnaður Árbæjar og Norðlingaholts

Aðskilnaður Árbæjar og Norðlingaholts

Skilja ætti að Árbæinn og Norðlingaholt sem póstnúmer, hverfi og skipulagseiningar. Aðskilnaður myndi ýta undir sjálfstæða og vonandi þegar fram líða stundir sjálfbæra þróun Norðlingaholts sem einingar innan Reykjavíkurborgar - í stað núverandi myndar þar sem það skilgreinist sem ómagi á Árbænum. Svo mikill ómagi að Borgarstjóri sjálfur sá ekki ástæðu til að eyða tíma í umræður um NH. eitt og sér - heldur lýsti því yfir að "menn hefðu átt að ræða það með Árbænum sem var fyrr á dagskrá".

Points

Sem stendur eru tvær landfræðilega sjálfstæðar skipulagseiningar hafðar sem ein skipulagseining í borgarskipulagi. Ókostirnir við slíka högun er að alltaf þegar kemur upp á yfirborðið að eitthvað vanti eða þurfi úrbóta í Norðlingaholti er einfaldlega vísað til þess að "það sé þegar til staðar í hverfinu" - og átt við Árbæinn. Íbúum NH. er gert að sækja verslun og þjónustu aðra en leik- og grunnskóla í Árbæ eða Kópavog. Stætisvagnar eru einnig skipulagðir mtt. "heildar" (Árbæ).

Það vantar Klárleg lágvöruverslun í norðlingaholt annað enn olís

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information