Sumarskáli í Hljómskálagarðinn / Pavillion

Sumarskáli í Hljómskálagarðinn / Pavillion

Byggja sumarskála við tjörnina í Hljómskálagarðinum sem opnar vorin og lokar aftur á haustin. Í skálanum væri rekin veitingasala og aðstaða til skemmtana sem henta borgurum á mismunandi aldri og eftir tíðaranda. Sumarskálinn myndi glæða Hljómskaálgarðinn meira lífi. Skálinn gæti líka opnað á mismunandi árstíðum, um jól, páskum í tegnslum við áhtíðir eða hvenær sem gott tækifæri gefst.

Points

Leggja verður áherlsu á að skálinn sé einstakur út frá byggingarlist. Annars vegar væri hægt að halda árlega samkeppni á meðal arkitekta um nýjan sumarskála. Eða standa fyrir stærri samkeppni og byggja hús sem stendur til lengri tíma. Í borginni er enginn sumarskáli, slíkt hús geta aukið gæði verulega fyrir borgara og gesti hennar. Einnig vantar aðdráttarafl í Hljómskálagarðinn sem virkilega dregur fólk þangað; áhugaverð bygging, matur, tónlist, uppákomur, viðburðir og samtal um brennandi mál.

Ég er algerlega á móti einkarekinni veitingasölu í byggingu sem er byggð fyrir almannafé. Það yrði of dýrt fyrir flesta borgarbúa. Rekstraraðilar verða líklega frekari og frekari á plássið og enginn má nýta sér aðstöðuna nema kaupa vörur af þeim. Afhverju ekki góð aðstaða fyrir fólk með nesti og grillmat - og ef það væru skemmtanir, og veitingasala þá væri það félagasamtök - og ekki í hagnaðarskyni , svoldið einsog kaffisala skátanna á 17.júní nema betri aðstaða og fjölbreyttara.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9173

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information