Nú hafa verið gerðar tilraunir að loka Laugavegi og Skólavörðustíg fyrir ökutækjum. Þetta hefur gefist afar vel og götulífið blómstrar. Hér er lagt til að Laugavegurinn, frá Vitastíg og Skólavörðustígur frá Klapparstíg verði endurhannaðar sem göngugötur og vélknúnum ökutækjum bannaður aðgangur nema fyrir aðföng á mjög takmörkuðum tímum snemma á morgna og eftir lokun verslana. Ferðamenn munu taka þessu fagnandi, enda ekki hér til að skoða bílaflota landsmanna.
Bílaumferð er barn síns tíma á Laugavegi. Ferðamenn halda uppi hagkerfi miðbæjarins (og landsins alls upp að vissu marki) - og þeir eru meira fyrir að skoða búðir og fólk og menningu heldur en bíla. Hverfisgatan getur auðveldlega tekið á móti allri bílaumferð sem nú fer um Laugaveg og bílastæði við Laugaveg eru nú þegar afar fá, þannig að það ætti ekki að standa í vegi fyrir þessari breytingu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation