Glaðari íbúa og gesti í miðborg

Glaðari íbúa og gesti í miðborg

Setja reglur þess efnis að rútur, litlar og stórar verði gert skylt að stoppa á BSÍ eða fyrirfram skilgreindum bílastæðum í kring um miðborgina. Þaðan annað hvort ganga þeir eða taka leigubíla að hóteli eða heim að hurð.

Points

Hvarvetna í borgum erlendis er þetta fyrirkomulag við haft. Gestir eru fluttir á höfuðbrautarstöðvar og koma sér sjálfir á hótelin, gangandi eða með leigubíl. Það er ósjálfbært og gengur ekki þegar hótelum fjölgar enn að minni rútur séu að keyra um þrögnar götur til að skila af sér stöku ferðamanni. Hótelum í miðborg er ekki gert að gera ráð fyrir innkeyrslum fyrir rútur á lóðunum sínum og þess vegna geta þau ekki átt kröfu á að þær geti keyrt alla leið að hurð. Einfalt og sanngjart fyrir alla.

Rök á móti hafa oft verið að ferðaþjónusturnar bjóði upp á að aka heim að dyrum og geti ekki hætt því. Það er endemis vitleysa. Fyrirtækin geta vel hætt því. Með betri reglum væri þeim þetta einfaldlega ómögulegt. Þetta kemur ekki tiltakanlega niður á upplifun ferðamannsims en gerir brag borgarinnar mun betri.

Mér finnst að öllu óskiljanlegt afhverju borgin er ekki búin að gera eitthvað í þessu að takmarka umferð um minni götur miðborgarinnar. Finnst í raun fáránlegt að þessi tillaga skuli yfir höfuð vera hér eða þetta vandamál hér inni. Það á fyrir löngu að vera búið að leysa úr þessu, og það er ábyrgð borgarinnar og þeirra rekstraraðila af þessum rútufyrirtækjum. Gott dæmi um sinnuleysi borgaryfirvalda er Hótel Skuggi= Nýtt Hótel= max byggingahlutfall=engin stæði fyrir rútur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information