Biðskylda verði almenna reglan þar sem húsagötur koma að safngötum.

Biðskylda verði almenna reglan þar sem húsagötur koma að safngötum.

Í hverfum með flokkuðu gatnakerfi eins og flestum yngri hverfum er það ólógiskt að láta regluna hætta frá hægri gilda á gatnamótum þar sem húsagötur koma að safngötum. Eins og t.d. þar sem Dverga- Goða- og Hulduborgir tengjast Melavegi, en hann er safngata og strætisvagnaleið. Fullyrða má að sárafáir þeirra sem aka norður Melaveg fatti að þeir eiga að stoppa fyrir bíl sem kemur út úr þessum götum. Og vei þeim ef ökumaður þess bíls er sérvitringur sem ekki þekkir annað en að standa á rétti sínum.

Points

Núverandi fyrirkomulag eins og það er víða í Grafarvogi er ekki í samræmi við það sem ökumenn og aðrir vegfarendur eiga almennt að venjast og skapar því óvissu og áhættu í umferðinni. Það er óskiljanlegt og mikill ábyrgðarhluti að menn skuli egna með þessum hætti gildrur fyrir grandalausa ökumenn.

Langar að leggja til að nýtt umferðarskilti verði útbúið sem væri

Við 10-11 í Langarima er þrenging í götunni sem er einnig biðstöð strætó. Gefum okkur að það sé mikil umferð í báðar áttir. Bílar eru kannski í þrengingunni og ætla sér í átt að Hallsvegi. Svo væru einnig bílar hinu megin við þrenginguna að bíða færis til að komast í gegnum hana. Svo kemur allt í einu bíll út Hrísrima (sem er næsta gata við þrenginguna) og ætlar sér að beygja til vinstri. Hvernig á viðkomandi að geta það þegar þeir sem eru í þrengingunni þurfa að bíða á meðan hann beygir?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information