Þau svæði sem bíða skipulags eða breytinga verði boðin ibúum undir tímabundna matjurtagarða. Þetta hefur t.d. gefist vel í Vancouver í Kanada. Þar skaffar borgin kassa, upphækkaða og sterka og kemur fyrir á auðum svæðum - íbúar fá svo að yrkja landið sem ekki er nýtt í borgarlandslaginu þá stundina og svæðið fær virkni og líf í stað þess að vera gelt og dautt. Já og fólk fær holla búbót. sjá nánar: http://www.shiftinggrowth.com/gardens/
Landið gefur af sér. Íbúar taka ábyrgð. Sjálfbærni eykst.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation