Gera austurenda Bergstaðastrætis að einstefnugötu milli Barónsstígs og Njarðargötu. Láta aksturslínuna vera frá Njarðargötu til Barónsstígs.
Umferðin hefur margfaldast á undanförnum árum eftir að einkennileg þrenging var gerð á horni Laufásvegar og Barónsstígs og umferðinni beint upp í Bergstaðastrætið. Með tilkomu gistheimila í hverfinu hefur akstur stórra ökutækja aukist verulega og nota þau Bergstaðatrætið sem tengileið inn í hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation