Banna bílum að leggja nálægt gatnamótum (Háagerði/Sogavegur)

Banna bílum að leggja nálægt gatnamótum (Háagerði/Sogavegur)

Þegar ekið er niður Háagerðið er bílum iðulega lagt alveg við gatnamótin. Þeir gera það að verkum að ekki er möguleiki að sjá gangandi vegfarendur. Þarna ganga börn á leið sinni í skólann og eins og myndir sýnir sem fylgir tillögu þessari þá loka bílarnir algerlega á sjónlínu ökumanns. Tryggja þarf umferðaröryggi og öryggi gangandi vegfarenda og má gera það með því að banna að leyfa bílum að leggja alveg við gatnamótin.

Points

Ekki er nokkur leið að sjá börn og aðra gangandi vegfarendur þegar maður kemur keyrandi niður Háagerðið enda er bílum iðulega lagt alveg upp við gatnamótin. Þetta er mjög slæmt þar sem mörg börn fara þarna yfir á leið sinni í skólann. Þau þurfa einnig að geta séð til hvort bíll sé að koma eða ekki.

Það er bannað í dag að leggja nær gatnamótum en 5 metra.

Þarna hefur bíll staðið, vinsta megin á mynd alveg við gatnamótin, númerlaus frá því í vetur. Gerði heiðarlega tilraun að tala við lögguna um að láta fjarlægja hann og löggan benti mér á Borgina. Borgin svaraði mér því að þau fjarlægðu ekki lengur númeralausa bíla því að þau fengu kæru á sig einu sinni og töpuðu því máli. Þetta væri ábyrð/kostnað íbúa að láta fjarlægja svona bíla...hvað er það!!?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information