Á þessum stað er kjörið að útbúa skemmtisvæði fyrir fjölskyldur. Þarna eru 6 háar aspir sem mjög auðvelt væri að byggja trjákofa í og með lítilli fyrirhöfn væri hægt að breyta óræktinni, sem Reykjavíkurborg synnir hvort eð er ekki, í leikvöll með bekkjum og aðstöðu fyrir fjölskyldur til að hafa góða stund saman. Ef þetta þykir of mikið væri skref í rétta átt að fara að synna þessum blett með slætti.
Það verður seint sagt að það sé langt í leikvöll á þessu svæði. Það er hinsvegar til skammar að Reykjavíkurborg skuli ekki hirða þetta svæði og láta það vaxa úr sér á sumrin. Borið hefur á því að fólk leggji bílum sínum þarna og geymi tjaldvagna/fellihýsi á sumrin. Þar sem þetta er beint fyrir utan stofugluggann á rúmlega 19 íbúðum væri mikill sómi af því að þetta svæði væri vel hirt og myndi nýtast betur.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9000
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation