Rikkatjörn á mörkum Breiðholts og Kópavogs

Rikkatjörn á mörkum Breiðholts og Kópavogs

Góðan dag, ég er reyndar íbúi í Kópavogi en nýti mér næstum daglega göngustíga milli sveitafélaganna og á mörkum Neðra Breiðholts og Kópavogs, við íþróttasvæði ÍR er tjörn. Mér sýnist á skilti sem stendur við tjörnina að hún heiti Rikkatjörn en málið er að þessi tjörn er í mjög dapurlegu ásigkomulagi og ótrúlega illa lyktandi, rotnunarlykt. Það væri óskandi að hægt væri að gera eitthvað í því ástandi svo maður þyrfti ekki að halda niðri í sér andanum og hlaupa til að komast framhjá tjörninni.

Points

Það að hreinsa tjörnina eða betrum bæta umhverfi hennar, aðgang vatns eða auka vatnsflæði myndi gera það að verkum að rotnunarlyktin myndi ekki lengur loða við staðinn. Ástandið í dag er á þann veg að ekki einu sinni fuglar eru á tjörninni.

nú , fuglaskítur og lítið streymi grunnvatns , hægt að bæta við rennsli frá húsum úr vöskum og sturtu með sápu og matarleifum sem rotna líka eða af þökum bílaplönum stundum með olíu kælivökva úr bílum , eða affall ofna sem er of heitt kannski , eða setja klór í hana stundum en deyðir smádýr fuglamat. eða hægt að tæma hana þegar lyktar , en þá þyrfti að hækka hana og dæla upp í hana. væri betra að dýpka ,

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information