Gangbraut og hraðahindrun í Skipasund við Brákarsund

Gangbraut og hraðahindrun í Skipasund við Brákarsund

Brákarsundið þverar bæði Efstasundið og Skipasundið. Í Brákarsundinu er mjög mikil umferð gangandi og hjólandi, sérstaklega barna og unglinga. Í Efstasundinu er búið að setja góða gangbraut yfir götuna og hraðahindrun. Sambærilegt vantar í Skipasund þar sem bílaumferð er mjög mikil í götunni, mun meiri en í Efstasundi. Þarna skyggja kyrrstæðir bílar líka mikið á bílaumferð og þurfa gangandi og hjólandi að fara útá götuna áður en þeir sjá nokkuð í kringum sig.

Points

Styð þetta! Sárvantar góða hraðahindrun og vel merkta gangbraut

Frábær hugmynd og ódýr í framkvæmd en myndi skila miklu. Mikið af fólki sem labbar þarna á hverjum degi. Stórhættulegt í myrkrinu.

Brákarsundið þverar bæði Efstasundið og Skipasundið. Í Brákarsundinu er mjög mikil umferð gangandi og hjólandi, sérstaklega barna og unglinga. Í Efstasundinu er búið að setja góða gangbraut yfir götuna og hraðahindrun. Sambærilegt vantar í Skipasund þar sem bílaumferð er mjög mikil í götunni. Þarna skyggja kyrrstæðir bílar líka mikið á bílaumferð og þurfa gangandi og hjólandi að fara útá götuna áður en þeir sjá nokkuð í kringum sig.

Væri mjög til bóta að bæta lýsingu og gera alvöru gangbraut þarna yfir.

Góð hugmynd og nauðsynleg 😀 Mikið af börnum og fullorðnum sem ganga/hjóla þarna daglega.

Mjög góð hugmynd, ég bý þarna og fer því mjög varlega yfir götuna en maður sér oft bíla sem eru óvanir að keyra í götunni, keyra nokkuð glannalega á þessu svæði

Alveg sammála, ég hef búið í Skipasundi frá því ég var barn og ástandið núna bíður hættunni heim því krakkar koma oft á mikilli ferð þarna upp/niður og bílar keyra almennt of hratt þarna í gegnum.

Þetta er mjög þarft verkefni. Ég bý í Skipasundi við Brákarsundið og sé hversu mikil og oft hröð umferðin er þarna. Foreldrar að koma gangandi og akandi með börnin á leið í og úr leikskólanum, bílar að mætast, börn á hjólum á leið í skóla og heim úr frístundaheimilinu sem gera sér ekki grein fyrir hættunni. Ég styð þessa aðgerð 100% og ætti ekki einu sinni að þurfa fjármagn úr Betri Hverfi til að láta þetta gerast. Þetta er öryggisatriði!

Að sama skapi mætti bæta lýsingu þarna. Tré hefur vaxið fyrir götuljós sem dempar lýsingu.

Hef tekið eftir því í vetur að lýsingu er verulega ábótavant og í raun stórhættulegt hversu slæm hún er.

Ég ólst upp í Skipasundinu. Sem barn/unglingur hef ég ótal sinnum brunað þarna niður á hjóli, línuskautum eða hjólabretti án þess að pæla einu né neinu. Fyrirbyggjum slysin áður en þau eiga sér stað. Ég styð þessa hugmynd.

Ég styð þessa hugmynd sem og að allir sem keyra Skipasund fari varlega því þarna bruna krakkar niður á hjólum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information