Fallegri strandlengja, fegurra útsýni og útivistarsvæði

Fallegri strandlengja, fegurra útsýni og útivistarsvæði

Ég vil sjá sjá Laugarnesið og sundin í betra ástandi. Það kostar nýja hugsun í skipulagi og sumum finnst það eflaust á skjön við hugmyndir um þéttingu byggðar. Það má færa rök fyrir öllu. Líka því að vernda falleg svæði. Ég sé Esjuna út um eldhúsgluggann minn. Ég get líka skokkað yfir Sæbrautina og gengið um Laugarnesið og farið í fjöruna en mig langar mikið að losna við ljótu skemmurnar sem skerða sýnina yfir í Viðey og sjóinn. Strandlengjan er mikils virði og útsýni mikilvægt fyrir alla.

Points

Takk fyrir að fá svona rakapakka. Ég klippti öll tilfinningaorðin burt áðan til að koma rökum fyrir þar. Málið er að fegurri borg með útivistarsvæðum eykur gleði íbúanna, er mennttandi fyrir börnin, hvetur til útivistar, gerir svæðin ákjósanlegri til búsetu.Borgir og íbúðakjarna á ekki að girða af með háhýsum eða ljótu iðnaðarhúsnæði sem skerðir fagurt útsýni. Iðnaðarhúsnæðið á að vera þar sem fæstir sjá það og háhýsin eiga að standa hæst en ekki við ströndina þar sem þau hindra útsýni. Takk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information