Skeifan gerð manneskjuvænlegri

Skeifan gerð manneskjuvænlegri

Bæta mætti aðgengi gangandi í Skeifunni. Planta trjám, gera þetta aðeins grænna, setja bekki, gera meiri möguleika á að sitja úti fyrir utan þá veitingastaði sem þar eru. Svo vantar fleiri kaffihús í hverfið almennt.

Points

Gangandi vegfarendum stafar hætta af bílum í Skeifunni. Skeifusvæðið er ein kaos sem bíður eftir því að slys eigi sér stað.

Í dag er nánast ómögulegt að vera gangandi eða hjólandi vegfarandi í Skeifunni (Faxafeni, Fákafeni, Mörkin og allt það svæði) vegna bílaumferðar. Fólk sem býr í hverfunum í kring getur labbað/hjólað að svæðinu en svo kemst það eiginlega ekki lengra til að komast í verslun. Sama á við fólk sem vinnur í hverfinu og þarf að skreppa í búð eftir hádegismat, eða bara að fara á einn af mörgum veitingarstöðum á svæðinu. Þetta er mjög ómanneskjuvænlegt svæði, aðeins virðist vera pláss fyrir bílaumferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information