Klárum að malbika Háagerðið

Klárum að malbika Háagerðið

Um árabil hefur hluti Háagerðisins verið ómalbikaður. Þetta eru hliðargötur sem m.a. tengjast við Réttarholtsveginn þannig að gangandi vegfarendur fara þarna um í talsverðu magni auk bíla sem eiga erindi upp að húsunum eins og bifreiðar íbúa, ruslabílar o.s.frv. Ítrekað hefur verið bent á að koma þurfi þessu í lag en lítið verið við því gert. Talsverða slysahætta er af þessu enda mölin misjöfn og börn oft á tíðum að renna og detta fram fyrir sig með tilheyrandi skaða.

Points

Gangandi vegfarendur ferðast í miklu magni þarna í gegn frá Réttarholtsveginum í átt að Breiðagerðisskóla eða Grundargerðisgarðinum. Íbúar í þessum húsum greiða sömu upphæð í gatnagerðargjöld og aðrir íbúar í Reykjavík og því ætti fyrir löngu að vera búið að klára malbikun Háagerðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information