Göng við Sólfar á Sæbraut

Göng við Sólfar á Sæbraut

Um 300 manns ganga yfir Sæbraut og Skúlagötu milli 10 og 16. Til þess að forða stórslysi við Sæbraut og Skúlagötu má gera fallegustu göng í heimi frá Sólfarinu, undir Sæbrautina, undir bílastæðin, undir Skúlagötuna og upp á Vitastíg. Mín tillaga er sú að þau verði kringlótt, steypt göngubraut ca. 2m sem hægt er að graffa á og veggirnir og loftið þakið ójöfnum geislasteinum. Hægt væri að gera þetta úr t.d. mósaíki, en að ganga inní göngin á að líkjast því að ganga inní íslenskan geislastein.

Points

Ég bý á Vatnsstíg 18, annarri hæð, beint á móti Sólfarinu. Ég hef áhyggjur af umferð gangandi vegfarenda yfir Sæbrautina og Skúlagötuna. Um 300 manns ganga yfir Sæbraut og Skúlagötu milli 10 og 16 á daginn.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9179

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information