Um 300 manns ganga yfir Sæbraut og Skúlagötu milli 10 og 16. Til þess að forða stórslysi við Sæbraut og Skúlagötu má gera fallegustu göng í heimi frá Sólfarinu, undir Sæbrautina, undir bílastæðin, undir Skúlagötuna og upp á Vitastíg. Mín tillaga er sú að þau verði kringlótt, steypt göngubraut ca. 2m sem hægt er að graffa á og veggirnir og loftið þakið ójöfnum geislasteinum. Hægt væri að gera þetta úr t.d. mósaíki, en að ganga inní göngin á að líkjast því að ganga inní íslenskan geislastein.
Ég bý á Vatnsstíg 18, annarri hæð, beint á móti Sólfarinu. Ég hef áhyggjur af umferð gangandi vegfarenda yfir Sæbrautina og Skúlagötuna. Um 300 manns ganga yfir Sæbraut og Skúlagötu milli 10 og 16 á daginn.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9179
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation