Draga úr umferðarhraða við Hæðargarð

Draga úr umferðarhraða við Hæðargarð

Auka mætti merkingar um 30km/klst. hámarkshraða við Hæðargarð mtt. að draga úr hraðakstri um íbúðargötuna. Við götuna er leikskóli og þjónustuíbúðarkjarni eldri borgara. Talsverð umferð er um götuna. Hámarkshraði er 30km/klst. en ekki alltaf virtur af ökumönnum. Einnig er nokkuð um að bílum sé lagt á götuna sjálfa meðfram vegkaflanum er liggur að gatnamótunum að Réttarholtsveg. Staðsetning bíla sem lagt er á götuna skapar árekstrarhættu, einkum að vetrarlagi þegar snjóþungt og hálka er.

Points

Lítið er um merkingar er gefa til kynna hámarkshraða utan skilta við upphaf götunnar í báða enda og vegmerkinga sem sjást ekki að vetrarlagi. Setja mætti upp fleirri skilti er gefa til kynna hver hámarkshraði er, merkja á götu rými fyrir hjólandi umferð sem og brotalínu milli akgreina. Þannig mætti með vegmerkingum fyrir hjólandi umferð vonandi einnig beina umferð rafmagnsvespa af gagnstéttum meðfram íbúðarhúsum yfir á götuna sjálfa.

Auka umferðaröryggi með gönguljósum og hraðamyndavélum frekar en með hraðahindrunum og þrengingum. Hraðahindranir og þrengingar bitna ekki einungis á ökuníðingum heldur einnig á þeim sem aka löglega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information