Það væri mjög gott að geta ekið frá Friggjarbrunni beint út á Skyggnisbraut í átt að Skyggnistorgi með því að brjóta upp leið í gegnum umferðareyjuna sem skilur að akreinarnar.
Við Skyggnisbraut 20-24 er hægt að aka frá bílastæði beint út á Skyggnisbraut í gegnum umferðareyju sem skilur að akreinarnar. Þar er gert ráð fyrir því að hægt sé að stytta sér þannig leið frá bílastæðinu við húsin til að keyra í átt að Urðartorgi í staðinn fyrir að snúa við hjá bílastæði við Úlfarsfell. Frá Friggjarbrunni þarf að aka niður í gegnum hverfið eða út á Skyggnisbraut og snúa við á Urðartorgi.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9022
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation