Setja hringtorg á gatnamót Flókagötu og Rauðarárstíg, við hornið á Klambratúni.
Mikil umferð er á þessum gatnamótum auk þess sem umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er mikil. Á gatnamótunum vill myndast umferðar"vitleysa" þar sem ökumenn bifreiða vita oft á tíðum ekki hver á réttinn og hver ekki. Núverandi ástand eykur líkur á slysum fyrir alla aðila gangandi, á hjóli eða akandi. Hringtorg á þessu svæði myndi jafnframt hægja umferð á rauðarárstíg og flókagötu þegar lítil umferð er og einhverjir ákveða að kanna kraft bílsins. Hringtorg í Nóatúni mætti hafa til hliðsjónar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation