Víða erlendis eru torg eða staðir þar sem hægt er að hafa götumarkað. Íbúarnir geta komið og átt skemmtilega stund, selt dótið úr geymslunni eða handverkið sitt og einhver komið með matarvagn eða vagna. Staðir sem koma til greina eru t.d. opna svæðið fyrir framan gamla verslunarhúsið við Hólmgarð, Grundargötugarðurinn og kirkjutorgin hjá Grensáskirkju og Bústaðakirkju.
Fólk hefur gaman af skottsölu og smá upphristingin í hversdaginn. Þetta myndi líka auka kynni milli íbúa hverfisins.
Góð hugmynd. Einn þeirra staða sem taldir eru hér heppilegir fyrir hverfisgötumarkað er "Grundargötugarður". Hvar er hann? Er kannski átt við Grundargerðisgarð?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation