Það er verulegt þvottabretti sem hjólandi finna mjög mikið fyrir þegar farið er í vesturátt niður stíg meðfram Suðurlandsbraut og haldið áfram meðfram Laugaveg. Bílaumferðin hefur myndað svo djúp spor í malbikinu. Hugmyndin er að setja harðara malbik eða steypa þar sem stígarnir þvera Kringlumýrarbraut.
Þvottabrettið skapar hættu og óþægindi. Örugglega bæði fyrir akandi og hjólandi
ATH : Staðsetningin sem er skráð í kerfinu (Engjateig) er mjög ónákvæm vegna þess að kerfið virðist ekki bjóða upp á öðru en að leita að heimilisföngum, og staðsetja þar (?)
(Staðsetning í kerfinu lagfærð)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation