Byggja göngubrú yfir Breiðholtsbraut á milli Norðlingaholts og Seláshverfis.
Brúin þyrfti líka að vera á þeim stað sem börnin fara yfir í raun sem sagt við stóru gatnamótin yfir í selásin EKKI eins og er nú á skipulagi að hafa hana nær hringtorginu við Rauðavatn.. það er bara rugl. Skelfilegt að sjá börn og fullorðna, hjólandi og gangandi þurfa að fara yfir þessi stóru umferðarmiklu gatnamót við Norðlingaholt/ Selás í dag.
Mikið af börnum í Norðlingaholti þurfa að fara yfir hraðbrautina ( Breiðholtsbraut) sem liggur á milli hverfanna með tilheyrandi áhættu þar sem bílar keyra mjög hratt þarna í gegn.
Jebb en hefuru tékkað á staðsetningu á þessari framkvæmd samkvæmt skipulagi? Það þarf að endurskoða staðsetninguna líka.
Vildi bara láta vita að þessi framkvæmd er samþykkt og í gangi. Mætti samt keyra málið áfram. http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4362/7373_view-5368
300 metrar á frá gatnamótum að fyrirhugaðri brú þ.e.a.s.
sæl Við hjá Íbúasamtökunum í Árbæ erum búin að vera að þrýsta vel á þetta mál og er það í farvegi. Áætluð staðsettning er c.a. fyrir miðju á milli hringtorgs við Rauðavatns og gatnamótanna inní Norðlingaholt. þó aðeins nær hringtorgi
Af hverju þarf að endurskoða staðsetninguna? Núverandi tillaga gerir ráð fyrir brú nánast beint á milli grunnskólanna. Bara 300 metrar þarna á milli. Svo eru undirgöng vestan-megin sem liggja að Elliðárdal. Hvaða börn þurfa þá að fara yfir gatnamótin?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation