Búum til fallegt hjóla/umferðaræfingasvæði fyrir unga vegfarendur.

Búum til fallegt hjóla/umferðaræfingasvæði fyrir unga vegfarendur.

Málum fallegt hjóla/umferðaræfingasvæði fyrir unga vegfarendur og uppalendur þeirra á stóra bílastæðið í Laugardalnum austan við nýju Laugardalshöllina. Í borginni er hvergi opið æfingasvæði með umferðamerkjum þar sem uppalendur geta í rólegheitunum æft færni og þekkingu á umferð með börnum sínum.

Points

Þar er erfitt að hjóla um vegna brúm, og svo er hitt að svæðið er afgirt, og það kostar góðan skilding að komast þangað inn með krakkaskara. Það er líka spurning hvort það sé of niðurnegld hvað varðar útfærslu.

Á meðan nauðsinlegar merkingar vantar á göngu og hjólastíga þá finnst mér þessi hugmynd ekki taka á því stjórnleysi sem nú er í gildi á stígunum. Ég hvet borgina t.d til að mála yfir allar linur sem eiga að afmarka hjólaræmu á göngustígum (1+2 stígum). Sú lina er ekki bara ólögleg heldur skapar hún slysahætti og almennann pirring á stígunum. Borgin á að mála yfir þessa linur STRAX í vor og til að undirstika að á stígunum gildi hefðbundin hægrirega verður að mála brotna miðjulínu á þessa stíga.

Hvergi nokkurs staðar í borginni er gert ráð fyrir opnu rými þar sem hægt er að kynnast umferðarmerkjum og tala um reglur á götum í afmörkuðu/vernduðu rými. Þegar þarf að nota bílastæðin, er auðveldlega hægt að taka niður skyltin af svæðinu og opna fyrir bíla. Þetta á að geta verið fjölnota malbikssvæði. Þetta getur orðið upphafið að okkar eigin innlenda umferðagarði, eins og Trafikkgården sem slóðin vísar á í Noregi. Við þurfum öll tækifæri til þess að læra vel umferðina. Þetta er vettvangur ungra vegfarenda og uppalenda til þess að mætast í rólegu umhverfi og kynnast umferðartáknum og menningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information