Handrið á hjólastíg við leikskólann Steinahlíð

Handrið á hjólastíg við leikskólann Steinahlíð

Hugmynd er að setja hlið sambærileg við þau sem eru á göngustígum við umferðagötur til að hægja á hjólreiðafólkinu.Gott væri að setja upp spegla til að gera þetta að öruggari gatnamótum

Points

Við sem keyrum þarna daglega vitum af hættunni. Það er lítið mál að fara hægt fyrir hornið og líta til beggja hliða. Engum munar um það. Hjólr.fólk sem fer þarna daglega veit líka af hættunni. Einnig er það staðreynd að merkingar á hjólastígnum eru ekki góðar, óvanir vita jafnvel ekki af bílaumferð þarna. Setjum spegla fyrir bílana, minnkum jafnvel trén og merkjum vel hjólastígsmegin en í guðanna bænum, ekki setja gildrur þarna fyrir hjólreiðafólkið sem sjást illa í myrkrinum yfir veturinn.

Eftir að hjólastígur meðfram Suðurlandsbrautinni var lagfærður og tengibrú við Grafarvog var opnuð hefur hjólreiðaumferð stóraukist á þessu svæði og eru hjólreiðamenn á álíka hraða og bifreiðar og er staðan þannig að ekki er spurning um hvort slys hljótist af, við innkeysluna inn á lóð Steinahlíðar, heldur hvenær.

Það er undarlegt að leggja hjólastíga til að greiða götu hjólandi vegfarenda og ætla svo að setja alls kyns tálma og hindranir á þá. Ég skil hins vegar vandann vel og er ekki að gera lítið úr honum. Við þurfum samt sem áður að finna aðra lausn en að loka hjólastíg af með hliðum. Bæði ökumenn bifreiða og hjóla þurfa að geta komist um án þess að leggja sjálfa sig og aðra í hættu. Speglar? Færa aðkomu að leikskóla? Færa stíg?

Hugmynd er að setja hlið sambærileg við þau sem eru á göngustígum við umferðagötur til að hægja á hjólreiðafólkinu.Gott væri að setja upp spegla til að gera þetta að öruggari gatnamótum

Foreldrar þurfa ekki að keyra upp að dyrum með börnin sín. Það væri hægt að setja bílastæði fyrir foreldra fjær og gangandi aðkomu að Steinahlíð t.d. í Gnoðarvogi eða frá Suðurlandsbraut. Stæði fyrir fatlaða yrðu þó áfram að vera við leikskólann. Ef mönnum finnst hlið vera góð hugmynd mætti snúa þessu við og hafa hlið fyrir akandi umferð og sjá hvernig bílstjórar mundu fíla það. :)

Aðgengið að Steinahlíð er ekki sniðugt eins og það lítur út í dag og er þessi útkeyrsla hættuleg öllum þeim sem eiga leið þarna hjá. Sniðugast væri að færa útkeyrsluna í Gnoðarvog í stað þess að hefta þá sem eiga leið þarna framhjá.

Vegna þess hve mikil aukning hefur orðið á hjólandi fólki eftir opnun brúar yfir í Grafarvog er nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en slys verða á fólki. Hraðinn á hjólunum er svipaður bílaumferð á þessu svæði sem gerir það að verkum að keyrandi vegfarendur eiga erfiðara með að sjá að í haustmyrkrinu. Hlið eins og hafa verið sett víða við göngustíga ættu að draga verulega úr slíkri hættu og einkum ef speglum verður komið upp til að auka yfirsýn yfir göngu- og hjólastíginn við Steinahlíð.

Ég ber mikla virðingu fyrir öryggi leikskólabarna og gott að minnst sé á vandamálið. Væri kannski hægt að breyta aðkomu gangandi að Steinahlið t.d. í gegnum Gnóðarvog, þar sem Steinarhliðarloð er nú lokað með girðingu? Aðgerðir sem hindra hjólaumferð eins og handrið er stuðla að auknu bílanotkun sem kemur alfarið niður á hagsmuni barna.

Hjólastígurinn gæti haldið áfram sunnan við götuna þarna í smá spöl. Hjólreiðamenn myndu þá ekki hjóla á beint úr blindbeygju á hröðum hjólastíg yfir vel falinni en fjölfarinni götu. Leikskólabörnin myndu ekki lengur vera í bráðri lífshættu. Foreldrar gætu áfram keyrt börnin sín heim að dyrum, sem er talsverður spotti í hálku og slabbi með annað barn bíðandi í bílnum. Svo væri samt gott að setja upp handrið til þess að draga úr hraða þeirra sem hjóla göngustíginn frekar en hjólastíginn.

Fólk sem kemur á miklum hraða á hjóli á erfitt með að sjá bíla koma keyrandi frá Steinahlíð og nær ómögulegt fyrir ökumann bílsins að sjá hvort hjólreiðamaður sé að koma (úr báðum áttum). Hjólreiðamennirnir eru á miklum hraða þarna og hægja ekkert á sér.

Ef ég skil tillöguna rétt, þá snýst hún fyrst og fremst um að tryggja að ökumenn bifreiða komist óhindrað leiðar sinnar, en ekki öryggi leikskólabarna, og svo auðvitað að hjólreiðamenn séu ekki eknir niður. Svona hlið hafa löngum verið þyrnir í augum hjólreiðamanna, en það er eðlilegt því menn hafa hjólað á þau í hálku og t.d. handleggsbrotnað. Oftast eru þau sett á hjólaleiðir til að koma í veg fyrir að bifreiðar aki þær, en ekki til að tefja hjólreiðamenn (þó það sé vissulega til í dæminu).

Það er enginn að tala um að stöðva hjólandi vegfarendur heldur minnka hraðann, það væri í fínu lagi að setja hraðahindrun á veginn frá Steinahlíð sem hægjir þar af leiðandi ökumönnum líka. Mér finnst nú ekki sjálfsagt að hjóla né keyra um á 40km hraða innan um gangandi vegfarendur.

Það er aðalega verið að hugsa um öryggi hjòlreiðamanna það erum við foreldrarnir sem erum hrædd um að keyra niður einn svoleið út af því að það sést illa á hjólreiðastíginn og hjólreiðafólk hjólar alveg svakalega hratt þarna. Er ekki betra að þurfa hægja smá á en að lenda í slysi. Það er nú bara eitthvað sem fólk á bílum þurfa líka að gera stundum. Afhverju ætti hjólreiðafólk endilega að vera ofan öðrum farartækjum hvað varðar að gæta öryggis ?

Ertu að meina hjólastíginn þarna suðaustan megin? Hef ekki séð aðstæður þar. Eru börnin í hættu við að ganga út á hjólastíginn þar? Hélt það væri lokað allan hringinn nema bara Suðurlandsbrautarmegin?

Enda eru hjólreiðamennirnir líka með sér akrein á stígunum þarna, einmitt svo að þeir séu ekki innan um aðra.

Já nú skil ég mótmælaraddirnar Það er engin að tala um slá eða handrið sem stoppar alla umferð hjóla. Heldur svona handrið í laginu eins og "n" sem lokar ekki stígnum alveg og svo öðru eins nokkrum metrum frá. Veit ekki alveg hvað langt frá,hlýtur að vera einhverjar reglur um það. Þetta handrið er ekki hugsað til að stoppa hjòlreiðamenn heldur aðeins slaka á hraðanum rétt í nokkrar sec svo það verði ekki slys

Er eitthvað hægt að gera til að bæta sjónlínur á stíginn þarna? Klippa runna/greinar? Nú eða setja merkingar sem minna hjólreiðamennina á að þeir eru að þvera innkeyrslu? Mála útlínu af bíl á innkeyrsluna? Setja grindverk með fram stígnum (ekki þvert á hann) til að búa til litla þrengingu? Setja skilti á hjólastíginn sem varar við akstri ökutækja? Velti upp hvort það eru aðrar lausnir til á vandamálinu en slá fyrir stíginn.

Börnin eru í jafnmikilli hættu þarna þótt að foreldrar þeirra þurfi að ganga þessa oft torfæru leið frá Suðurlandsbraut til þess að þóknast hjólreiðamönnum sem kæra sig ekki um að hægja á sér. Börnin fara til dæmis stundum að "töfratrénu" sem er í um tveggja metra fjarlægð frá hjólaumferðinni, sem er nú líklegast á um 25-40 kílómetra hraða eftir hinar miklu umbætur á þessum hjólastíg. Það er ónáttúrulegt að hægja á hjólinu þarna, þrátt fyrir að þetta sé hulin aðkeyrsla og börn að leik rétt handa hekksins. Flestir hjólreiðamenn sem fara þarna um vita reyndar þar að auki ekki af hættunni.

11 mánuðum eftir að foreldrafélag Steinahlíðar sendi inn athugasemd til borgarinnar lenda tveir hjólreiðamenn í slysi á þessum stað. Vona ég svo innilega að þeir séu ekki hættulega slasaðir http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/24/thrir_hjolreidamenn_a_slysadeild/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information