Hundasvæði í Laugardal

Hundasvæði í Laugardal

Að mínu mati er mikil vöntun í jafn stóru hverfi og Laugardalurinn er að nýta allt sem hann hefur upp á að bjóða. Hundaeigendur í Laugardal skipta hundruðum og ljóst er að mikil þörf er á góðu svæði miðsvæðis í Laugardalnum. Hundagerðið við Suðurlandsbraut er skelfilega illa hugsuð framkvæmd. Neðan við Laugarásveg má finna flott opin svæði sem mætti girða af með litlum tilkostnaði án þess að það yrði til ama fyrir gesti og gangandi. Slíkt er einnig miðsvæðis sem gerir eigendum auðveldara um vik.

Points

Svæðið yrði girt Júlíana þannig að hundarnir yrðu ekki í lausagöngu. Að vera með eitt svæði í Reykjavík fyrir alla þessa íbúa er auðvitað kjánalegt. Það er engin þjónusta við íbúa. Með góðum vilja má fjölga þessum svæðum og koma til móts við hundaeigendur.

Því miður eru alltaf sumir sem skemma fyrir hinum sem umdalinn fara, svo sem að vera með lausa hunda, hirða ekki upp stykkið þeirra, það er stórt hunda svæði á Geirsnefi,

Laugardalurinn þarf að sinna fjölbreyttum þörfum íbúa í nágrenni við dalinn. Þetta er sannkölluð paradís sem allir íbúar í nágrenni við dalinn ættu að fá að njóta, hvort sem það eru hundaeigendur, íþróttagarpar, eldri borgarar, ófrískar konur í kerrupúli, náttúruunnendur, svangt fólk á leið í Kaffi Flóru eða útlendingar í tjaldi. Frjálsir hundar á opnu svæði sem um leið er lokað eru hamingjusamari hundar og um leið agaðri. Hver vill ekki eiga hamingjusaman og þægilegan hund?

Úr Norðingaholti í Grafarholtið þar annað hvort að fara á Vesturlandsveg, eða um Hálsa og undirgöng við Þór hf, krókaleiðir og mikill flöskuháls við Húsasmiðju/Nóatúns gatnamót.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information