Til þess að hægja á umferð á Flókagötu á milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs væri gott að setja þrengingu/kodda/gönguljós/hraðaskilti eða álíka á Flókagötu við Gunnarsbraut. Það vantar líka skilti til þess að minna á hámarkshraða sem er 30 km og mætti vera minni.
Á Flókagötu á milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar er mjög hröð umferð. Bílstjórar gefa í á þessum litla kafla. Það myndi efla hverfið að hægja á umferð og gera fólki kleyft að komast öruggt á milli gangandi og á hjóli. Það myndi líka auka hverfisstemmninguna þar sem Norðurmýrin er slitin í sundur af þessari hröðu umferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation