Hugmyndin hefur þegar komið fram í borgarstjórn (rædd 16. nóvember 2010) og snýst um samstarf borgarinnar við þá sem starfa við og áhuga hafa á endurgerð og smíði gamlla báta og skipa. Lítil dráttarbraut og ódýr aðstaða (skúrar eða skemmur) er allt sem þarf.
Myndi rýmast vel í Vesturbugt og passa við starfsemina í kring, s.s. sjávarmynjasafnið, slippinn, ferðaþjónustuna og önnur fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Auðveldlega mætti leyfa almenningi að fylgjast með og fræðast um þessa menningararfleifð og um leið myndast tækifæri til samvinnu og samráðs við hinar ýmsu iðngreinar. Þarna mætti tengja saman iðnað, menningu, verslun og þjónustu sem allir fengju að njóta, jafnt Reykvíkingar sem gestir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation