Visthverfi (lækir/teigar)

Visthverfi (lækir/teigar)

Draga verulega úr bílaumferð með því að hvetja íbúa til að ganga og setja umferðarhraða niður í 15 km/klst. Gera allar götur með gangandi og hjólandi í forgangi. Fegra götur og gera þær aðlaðandi, sérstaklega umhverfi skóla og íþróttasvæða. Gera umhverfið þannig að það taki vel á móti þér sýni hver sé í forgangi - fólk. Það sást best í fannferginu 26.febrúar þegar allir bílar voru fastir hversu mjög það bætir lífsgæði okkar þegar götur fyllast af fólki en ekki bílum. Út með bíla- inn með fólk.

Points

Minni bílaumferð á teigum og lækjum myndi auka öryggi gangandi og hjólandi barna sem eru að fóta sig í umferðinni. Þetta er tækifæri til að menga minna og æfa okkur í heilsusamlegri lífsstíl, gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir og önnur hverfi.

Hlutverk borgarinnar í verkefninu gæti verið, ásamt því að breyta umferðarhraða og merkingum þar að lútandi, að fjölga gangbrautum og gönguljósum, forgangsraða mun betur snjómokstri á gangstéttum og gönguleiðum innan hverfis og jafnvel sjá til þess að strætisvagnar gangi örar allan daginn svo þeir verði enn betri valkostur við einkabílinn. Næstu skref gætu svo verið að gera hverfið að grænu hverfi þar sem íbúar fái fleiri valkosti til flokkunar sorps, verslanir hætta notkun plastpoka o.sfrv.

Samkvæmt rannsókn Írisar Stefánsdóttur á ferðavenjum barna hefur Laugarnesskóli hæsta hlutfall barna sem ekið er í skólann. Börnin eru berskjölduð fyrir bílaumferð því umhverfið býður ekki eins vel uppá það að nota göngustíga og umferðaæðar skera í gegnum hverfið.

Jæja, Ilmur, eru búin að selja þinn bíl ? Það er ekki hægt fyrir þann sem býr á Íslandi og er í vinnu að vera bíllaus !

Það þarf að draga verulegu úr bílaumferð í Reykjavík, þess vegna þarf að búa til hvata fyrir fólk að eiga ekki bíl. Það að búa í hverfi sem er visthverfi sem er mannbætandi og framsækið hvetur fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, hjóla eða amk eiga eiga bara einn bíl á heimili. Það er erfitt að tileinka sér bíllausan lífstíl þegar umhverfið sem þú þarft að ganga í hefur bílinn sífellt í forgangi. Gerir hverfið skemmtilegra og bætir félagsauð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information