Betri búð fyrir budduna

Betri búð fyrir budduna

Þvinga niður verðlag í verslun 10/11 sem okrar hryllilega á íbúum í Laugardal eða fá inn verslun sem stundar sanngjarna viðskiptahætti og svínar ekki á kaupendum.

Points

Gott væri að hafa betra verðlag en brýnna þykir mér að losna við sólarhringsopnunina. Það er mikið ónæði á kvöldin og um helgar, geltandi hundar og önnur læti og hafa börnin mín stundum vaknað við ónæðið og orðið hrædd. Sterkir ljóskastarar loga alla nóttina. Ég bý á móti versluninni og er með myrkragardínur en það dugir ekki til, það er aldrei almennilega dimmt inn í svefnherbergum, ekki einu sinni svefnherbergjum á neðstu hæðinni þrátt fyrir gróður og þétta trégirðingu sem er þar fyrir.

Ég sé ekki að það að reyna að knésetja verslunarrekstur í hverfinu sé til þess fallið að auka verslunarrekstur í hverfinu. Conceptið er vissulega langur opnunartími og hátt verð en þá er um að gera að skoða aðra valkosti. Í stað þess að fara í stríð á móti verslun í hverfinu.

Við erum yndislegt lítið samfélag sem er stútfullt af fjölskyldum og frábæru fólki á öllum aldri sem oft á tíðum lifa ekki í exel skjali og þurfa að redda sér nauðsynjavöru á síðustu stundu eða akkúrat þegar Bónus er lokað. Þó að ótalmargir hafi sett sér reglu að versla ekki í 10/11 vegna verðlags breytist ekkert nema við mótmælum og krefjumst þess að þarna sé verslun sem stundi sanngjarna viðskiptahætti.

Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur (2010-2030) er lögð áhersla á eflingu verslunar innan hverfa. Kostir þess eru m.a. að auðvelda borgarbúum við innkaupin án þess að nota einkabíl. Með því að fjölga verslunum er hægt dreifa álagi sem skilar sér í þægilegri innkaupum, styttri raðir o.fl. Þessar verslanir þurfa að vera samkeppnishæfar í verðlagningu til þess að fólk geti átt viðskipti við þær.

Þetta er jú erfitt að eiga við þar sem verslunarrekstur er að sjálfsögðu undir verslunum og fyrirtækjum komin - og þau starfa innan ramma sem þeim er settur. Það væri samt mikil búbót fyrir hverfið að fá verslun sem er hagkvæmari kostur en 10/11, sem er í raun ofvaxin nammibúð. Það mætti alveg skera niður opnunartímann. Ef borgaryfirvöld gætu gert eitthvað til að gera þetta enn álitlegri kost fyrir rekstraraðila væri það vel þegið.

Ég er sammála því að þetta er dýr verslun. 10/11 er opin allan sólahringinn og það eru hærri laun þegar fólk er að vinna seint á kvöldin/ nóttunni sem fer í verðlagningu sem og að það þarf að vera öryggisvörður í versluninni. Ef önnur verslun myndi opna sem væri ódýrari er ekki víst að hún yrði opin allan sólahringinn. Ef íbúar vilja ekki hafa aðgang að verslun 24/7 þá má endilega skipta þessari verslun út.

Í lýðræðissamfélagi finnt mér eðlilegt að nærumhverfið hafi mikið að segja með hvaða starfsemi fer fram í hverfinu svo og hvernig hún er stunduð. Fordæmi eru sannarlega fyrir því. Okur starfsemi hvers konar sem hefur beinlínis með verslun nauðsynjavara að gera er ólíðandi. Matvælaverð hefði átt að lækka síðustu tvö árin mv.styrkingu krónunnar.

Opna hverfisbuð þar sem videoleigan var a Dalbraut

Ég bý beint á móti versluninni og mér þykir mikið ónæði af henni seint á kvöldin og á næturna. Mér þykir ekki eðlilegt að verslun geti verið opin allan sólarhringinn inni í miðju íbúðahverfi. Mitt gisk er að þegar reglur um verslanir voru settar var í raun ekki verið að gera ráð fyrir slíkum opnunartímum.

þetta er okurbúlla og ég versla ekki þar þess vegna. Ég vil sjá hana í burtu og eitthvað annað opni þarna í staðinn

Þetta er mál sem er örugglega erfitt fyrir borgaryfirvöld að eiga við. En ef íbúar myndu pressa á að opnunartími verslunarinnar yrði skertur, m.a. vegna ónæðis sem af sólarhringsopnuninni hlýst væri mögulega hægt að verða við því. Í kjölfarið gæti verið verslunin sæi sér ekki lengur hag af veru sinni í hverfinu. Og þannig myndi losna fyrirtaks verslunarhúsnæði. Önnur árangursrík leið væri að hvetja verslunareigendur til að opna búð í hverfinu. Eða gera það bara sjálfur... 😊

Er ykkur full alvara með þessu? Ef ykkur líkar ekki verðlagið í 10/11, ekki versla þar! það er ekki eins og það séu ekki aðrir valkostir í hverfinu. Álfheimabúðin, Víðir, Hagkaup, Bónus... það er örugglega leitun að hverfum með jafn marga valmöguleika í verslun.

Þægilegt að hafa verslun í göngufæri með ríflegan opnunartíma, ef eitthvað gleymist eða vantar. Við borgum fyrir þjónustuna. Við förum í aðrar verslanir fyrir betra verð.

hætta bara að versla þar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information