Aðskilja þarf hjólreiða og göngustíg í Elliðaárdalnum þ.e. frá brúnni nálægt sundlauginni og alveg niður að undirgöngum við Sprengisand. Best væri ef hægt væri að bæta við öðrum stíg líkt og gert var í Fossvogsdal. Þar er aðstaðan til fyrirmyndar.
Eins og þetta er núna er mikil slysahætta. Mikil umferð af fótgangandi, skokkurum, skokkhópum, hundaeigendur og hjólreiðamenn. Hestamenn nota þessa litlu brú sem tengir göngustígana í dalnum og getur það verið afar óheppilegt, þar sem hestar og reiðhjól eiga enga samleið.
Þetta er mjög þarft verk en það verður að vinnast af skynsemi. Víða fer stígurinn í óþarfa krókum upp og niður, út og suður. Til þess að gera stígana að samgöngumannvirkjum þarf að hugsa þá sem slíka og fyrir alla muni ekki setja hjólafólkið á gamla útjaskaða stiginn líkt og gert var í Laugardalnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation