Öryggi við leikskóla

Öryggi við leikskóla

Gangstétt vantar við leikskólann við Engihlíð og skapast því daglega mlklar hættur þegar klöngrast er á milli bíla með börn og buru.

Points

Það stendur til að loka fyrir innakstur af Miklubraut inn á Reykjahlíð í sumar þegar verða framkvæmdir á Miklubrautinni. Það væri einnig væri sniðugt að loka fyrir innakstur af Miklubraut inn á húsagötu Miklubrautar. Húsagata Miklubrautar milli Engihlíðar og að miklubraut 18 yrði því botnlangagata með aðgengi frá Engi / Reykjahlíð.

Engin rök er hægt að færa fyrir því að hafa ekki gangstétt við 100 barna leikskóla þar sem bílar þjóta hjá vegna mikillar umferðar á Miklubraut og reyna þeir að stytta sér leið um Engihlíðina á sama tíma og foreldrar sækja börnin sín.

Velti fyrir mér hvort það er löglegt að maður skuli stíga út á götu þegar maður gengur niður tröppur eins og það er við Engihlíð 2 - 10.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information