Ný skólalóð fyrir Háteigsskóla

Ný skólalóð fyrir Háteigsskóla

Skólalóð Háteigsskóla þarfnast endurnýjunar

Points

Löngu tímabært og nauðsynlegt að bæta skólalóðina. Í blautu veðri er lóðin eitt drullusvað. Einnig er lóðin er illa skipulögð og þyrfti að endurskipuleggja hana. Þau fáu leiktæki sem eru á svæðinu eru úrelt og illa farin. Það væri t.d. vel hægt að nýta svæðið þar sem malbikaði fótboltavöllurinn er betur og koma þar fyrir nýjum og öruggum leiktækjum fyrir börnin.

Leiktækin á þessari lóð eru fá og gömul og lóðin er lítil. Einhver smá-reitur verður eftir næst skólanum þegar byggingaframkvæmdir fara af stað á holtinu og þá er um að gera að reyna að nýta þann reit ásamt núverandi lóð og teikna hana upp á nýtt. Það mætti jafnvel bæta við hjólabrettarampi á þennan viðbótarreit. Flestaðrar skólalóðir í borginni hafa fengið myndarlega andlitslyftingu og röðin komin að Háteigsskóla.

Skólalóðin er orðin ansi lúin, drullu svað sem myndast og pollar eða meira tjarnir sem myndast á gönguleiðum. Kastali orðinn frekar lélegur og möl í kringum leiktæki sem ekki er auðvelt að labba í.

Ég er sammála öllum þessum athugasemdum hér að neðan. Þessi lóð er einfaldlega engum bjóðandi og börnin og foreldri þeirra eiga miklu betur skilið. Takk.

Í dag er lóðin eitt moldarflag og iðulega klaki yfir leiksvæðinu.

Löngu orðið tímabært að lóðin fái andlitslyftingu. Hún er fátækleg af leiktækjum og óspennandi. Í blautviðri verður hluti af henni eitt moldarflag.

Skólalóðin er ómöguleg, enginn hóll, ekkert ,,villt" svæði, ekki hægt að leika sér í trjám, niðurdrepandi og óspennandi leiksvæði á allan hátt (nema fyrir minnstu börnin sem er á bak við)

Vantar dren eftir framkvæmdir sem minnkuðu leiksvæði á lóðinni þrátt fyrir fjölda tiltækra lóða umhverfis skólann

Skólalóðin við Háteigsskóla er mjög léleg og sérstaklega á veturna og í blautu veðri. Ekkert skapandi, fá leiktæki og lélegt öryggi. Börnin neyðast til að fara út fyrir lóðamörkin til að finna sér eitthvað spennandi að gera sem er náttúrulega ekki gott.

Lóðin er búin að sitja á hakanum í mörg ár og fyrir utan hvað leiksvæðið er lítið er lóðin bara eitt moldarflag :(

Ekki er hægt að ganga frá skólanum að kofum frístundar nema stelast yfir fótboltavöllinn því svæðið er ekkert nema drulla og pollar. Algerlega óviðunandi. Fyrir utan að lóðin er of lítil og of lítið við að vera fyrir allan nemendafjölda skólans.

Það er fáránlegt að þurfa að óska eftir endurnýjun á skólalóð Háteigsskóla hér, svo sjálfsagt ætti það að vera að ráðast í úrbætur. Eins og myndin ber með sér er lóðin einfaldlega ekki börnum bjóðandi í núverandi ástandi. Eitt drullusvað, eldgömlul og úr sér gengin leiktæki, malbikaður körfuboltavöll og sparkvöllur fyrir stráka sem æfa fótbolta.

😀

Sennilega ein mest óspennandi skólalóð á öllu höfuðborgarsvæðinu☹

Það þarf nú að fara gera eitthvað í þessu. Þetta er í þriðja árið í röð þar sem ég kommenta um þennan drullupoll.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information