Aparólu og leiktæki milli Safamýrar og Háaleitisbrautar

Aparólu og leiktæki milli Safamýrar og Háaleitisbrautar

"Leyni svæðið" milli Safamýrar og Háaleitisbrautar er kjörið svæði fyrir aparólu og leiktæki fyrir börn. Dæmi um slíkt leiksvæði er á milli Rauðalækjar og Bugðulækjar.

Points

Sammála bæta við skemmtilegum leiktækum þarna

Það vantar sárlega aparólu og önnur leiktæki á svæðið milli Safamýrir og Háaleitisbrautar.

Er svo sammála, engin leiktæki í hverfinu sem börn komast í á skóla/leikskólatíma og þetta er svæði sem væri hægt að nýta svo miklu betur fyrir fjölskyldur og/eða börn. Jafnvel fleiri bekki líka.

Ótrúlega ílla nýtt svæði og væri frábært að fá aparólu og leiksvæði þarna

Alveg sammála. Mörg börn í hverfinu og væri skemmtilegt að hafa þarna leiktæki, fleiri bekki og borð.

Skemmtilegt svæði sem má gera miklu meira við.

Endilega bæta við skemmitlegum leitækjum, væri gaman að hafa góðann róló með aparólu og bekkjum.

Frábær hugmynd - og ekki má gleyma ungbarnarólum (sem minn þriggja ára notar t.d. ennþá þar sem þær eru í boði) og bekkjum.

Þarna mætti auðveldlega setja leiktæki og nestisaðstöðu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information