Huggulegheit við Álfheimakjarnan

Huggulegheit við Álfheimakjarnan

Álfheimakjarninn er dásamlegur staður sem mætti gera enn huggulegri. Mín tillaga er að breyta útisvæðinu á horni Álfheima og Langholtsvegar í bílastæði og nýta bílastæðið fyrir framan verlsanirnar í útisvæði, meira pláss fyrir t.d. útiaðstöðu til að matast (bakarí, ísbúð og veitingastaður er í kjarnanum). Hægt væri að bjóða upp alls konar uppákomur, hvers kyns útimarkaði, tónleika eða listsýningar.

Points

Sammála því að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir gangandi við Álfheimakjarnann EN ég held að svæðið á horninu sé ekki gott fyrir bílastæði því inn/útkeyrslan af því yrði of nálægt gatnamótum sem eru nógu hættuleg fyrir börnin okkar og ekki gott að bæta inn/útkeyrslu við þar á horninu.

Algjörlega sammála. Þetta er alveg glatað bílastæði.

Álfheimakjarninn hefur blómstrað undanfarin ár. Þar er m.a. kaffihús/bakarí sem er vel sótt ásamt öðru. Það hefur lengi vantað blómlegan kjarna í langholtið þar sem hægt er að setjast niður með ís eða kaffi í skemmtilegu borgarumhverfi. Núverandi staða er vægast sagt leiðileg. Torgið austan við kjarnann mætti nota undir bílastæði þar sem það (er mér sýnist) er lítið notað. Það væri ráð að víxla þessu að minnstakosti og hafa aðlagandi umhverfi fyrir framan verslanirnar. Byggjum fyrir fólk!

Frábær hugmynd og yrði mikil upplyfting fyrir hverfið.

Algjörlega sammála því að þetta svæði þarf að gera aðlaðandi. Alveg hægt að finna lausnir á inn/útkeyrslu dæminu.

Algerlega sammála, þarna má fækka bílastæðum fyrir framan og búa til meira pláss fyrir fólk sem sækir þjónustu og afþreyingu þarna í kjarnann. Eins má nefna það að þarna fyrir framan bakaríið og ísbúðina verður oft mjög heitt, vegna þess hve skjósælt er þarna. Frábær hugmynd.

Sammála því að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir gangandi við Álfheimakjarnann. En ég held að svæðið á horninu sé ekki gott fyrir bílastæði því inn/útkeyrslan af því yrði of nálægt gatnamótum sem eru nógu hættuleg fyrir börnin okkar og ekki gott að bæta inn/útkeyrslu við þar á horninu.

Eins væri rosalega gott að fá betri tengingu fyrir gangandi sem koma frá langholtsskóla, af einhverjum ástæðum er innkeyrsla báðum megin við húsið, en enginn göngustígur frá langholtsskóla og að verslunarkjarnanum.

Þetta er rótgróið fjölskylduhverfi og við erum svo heppin að eitt besta bakaríið í bænum er staðsett þarna, rétt eins og ísbúðina Huppu. Fjölskyldur sækja kjarnann stíft og það væri frábært að minnka bílaumferð þarna. Eins verð ég ekki vör við að útisvæðið/torgið sé mikið notað. Það væri gott að færa bílastæðið þangað og færa þar með bílana nær götunni og auka þar með öryggi þeirra sem njóta kjarnans.

Þetta bílaplan er algjör hörmung og tími til kominn að lagfæra það og fegra.

Of mikið pláss fyrir bíla á kostnað fólks, barna og gæludýra. Væri hægt að gera þetta æðislegt með endurskipulagi á forsendum gangandi barnafólks.

Ég er sammála því að reyna að gera huggulegt útisvæði þarna. Kannski mætti gera bílastæði bak við kjarnann því núverandi bílastæðið er mjög sólríkt á sumrin og það væri alveg upplagt að sitja þar og spóka sig með na´grönnunum.

😀 hljómar vel .... Myndi eflaust tylla mér oftar úti ef bílaumferð væri enginn eða minni !

Það er fullt af bílastæðum við Langholtsskóla. Það mætti búa til betri göngutengingu frá þeim að Álfheimakjarnanum sem myndu einnig nýtast skólabörnum. Svo ættu Álfheimarnir á þessum stað að sjálfsögðu að vera vistgata.

Algjörlega sammála því að þetta svæði þarf að gera aðlaðandi. Alveg hægt að finna lausnir á inn/útkeyrslu dæminu.

Get ekki verið sammála vegna þess að ég er hreyfihömluð og mjög verkjuð og á oft erindi þangað. Oftast er mikið um bíla þegar ég ætla að versla. Finnst hinsvegar mega bæta við öðru stæði fyrir hreyfihamlaða.

Frábær hugmynd. Ein rök með þessari breytingu eru þau að nemendur í Langholtsskóla eru stór hluti þeirra sem sækja þjónustu í kjarnann, bæði á skólatíma og síðdegis. Það er löngu tímabært að gera svæðið öruggara fyrir þau sem og aðra gangandi og hjólandi vegfarendur.

Sammála

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information