Hjólastígur meðfram Kirkjusandi

Hjólastígur meðfram Kirkjusandi

Tvöfaldi göngu/hjólastígurinn meðfram Sæbraut endar við mót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Spottinn meðfram Kirkjusandi út á Laugarnes er enn einbreiður og mjög hættulegur -- hjólreiðafólk fer þarna á miklum hraða. Þarna þarf að halda áfram með tvöfalda stíginn alveg út að Laugarnestanga. Þessi tillaga kom líka fram í fyrra og fékk flest "læk" af öllum í Laugardalshverfi en var samt ekki tekin með í hverfiskosningu. Koma svo, Reykjavíkurborg!

Points

Mjög fjölfarinn stígur þar sem gangandi mæta hjólreiðafólki á miklum hraða, býður upp á slys.

Á sumrin þegar skemmtiferðaskipin eru í Sundahöfn, er gönustígurinn og Laugarnesið fullnýttur af gangandi fólki. Þarna verður hjólaleiðin að vera aðskilin gangandi umferð. Slysahættan er mikil.

Þetta verkefni hefur þegar verið sett í forgang fyrir 2017 - 2018 undir hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Ekki mikið að gera annað en að bíða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information