Skjól og hraðatakmörk á Hofsvallagötu

Skjól og hraðatakmörk á Hofsvallagötu

Hofsvallagata (sunnan Hringbrautar að Neshaga). Til að fegra, draga úr umferðar- og vindhraða er lagt til að útbúin verði trjábeð á víxl. Til að ná markmiðum um hámarksskjól og ná niður umferðarhraða, án þess að það komi niður á skilvirkni, eru beðin á víxl i) við gangstétt vestan megin, ii) fyrir miðju götunnar og iii) við gangstétt austan megin götu. Sitkagreni hentar best í þetta verkefni.

Points

Gatan virkar sem vindgöng í hverfi sem annars er orðið fremur skjólsælt. Þá þarf að ná niður umferðarhraða og draga úr svifryki en barrtré virka sem loftsíur árið um kring auk þess sem þau veita margþætta vistþjónustu.

Nei ekki þrengja götuna.

Það tókst ekki svo vel með Hofvallagötuna algjör hörmung

Æ nei, það spillur svo útsýninu niður að sjónum.

Skrifa hér rök á móti Helgu Jónsdóttur: Í borgarumhverfi takamarkast útsýni frá því sem var á berangrinu sem einnig var manngert. Útsýni eftir Hofsvallagötu vegur ekki þungt í mínum huga og lítið er útsýnið að sjónum og því litlu að tapa en mikið að vinna. Skjól, umferðaröryggi, minna ryk og betra loft. Svo virka trén eins og leiktjöld og sjórinn verður tilkomumeiri fyrir vikið þegar tjöldin eru dregin frá.

Slíkur skjól-gróður hindrar reyndar líka útsýni ökumanna, hjólandi og gangandi og getur þannig aukið hættu í umferðinni. Eilífar tillögur til að draga úr bílaumferð hjálpa lítið og beinir bílum oft í meiri íbúða-götur. Hofsvallagata er ein af örfáum "ferjuleiðum" inn og út úr Vesturbæ (sem og Hringbraut) og það hlýtur að þurfa að hafa einhverjar slíkar götur sem taki við meiri umferðarþunga. Í íslenskri veðráttu og landslagi (og með síhækkandi aldurssamsetn) verður meirihlutinn ávallt á bílum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information