Bæta samfellu göngustíga

Bæta samfellu göngustíga

Það er samfelld skemmtileg gönguleið frá hlíðunum upp að Skólavörðuholti, sem er þó brotin á einum stað. Leiðin er í gegnum Klambratún, Kjartansgötu og svo lítinn göngustíg þvert á Auðarstræti að Snorrabraut. Þar myndi maður halda áfram lítinn göngustíg upp að Leifsgötu, ganga upp Leifsgötu þar sem tekur við göngustígur sem liggur að Hallgrímskirkju. Á þessari leið er þó girðing fyrir Snorrabraut sem þarf að fjarlægja og setja gangbraut.

Points

Þetta er nokkuð góð gönguleið fyrir íbúa Hlíða og Norðurmýrar til að ganga niður í miðbæ, því gönguleiðin er annaðhvort um fáfarnar íbúagötur með litla umferð eða göngustígar þar sem engin bílaumferð er. Verkefnið er einfalt því það fellst í að taka í burtu eina hindrun (eina girðingaeiningu) og merkja gönguleið yfir götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information