Tennisvöll á Klambratún

Tennisvöll á Klambratún

Á Klambratúni er stórt svæði sem fer einungis í grasfleti. Fyrir eru körfuboltavellir og blaksvæði en alltaf má gera gott betra. Það er lítið um tennisvelli fyrir almenning í Reykjavík og væri tilvalið að nýta ónotað pláss í að setja upp tennisvöll eða velli.

Points

Tennisvöllur fyrir almenning þarf ekki að vera dýr í framkvæmd og kostar viðhald lítið. Ég tel að Klambratún eigi að vera meira nýtt í tómstundir og útiveru og að tennisvöllur stuðli enn frekar að því.þ

Tennisvellir sem eru opnir almenningi á höfuðborgarsvæðinu eru sárafáir og samkeppnin um þá er hörð á góðviðris dögum. Það er því erfitt að stunda tennis sem áhugamaður í Reykjavík. Tennisvellir á Klabratúni væru frábær bót á því.

Þetta finnst mér mjög góð hugmynd! oft á sumrin er maður í vandræðum með að stunda þetta frábæra sport vegna þess að það vantar almennilega aðstöðu sem ekki kostar formúgu að spila á.

Væri frábær viðbót við svæðið og mjög gott að hafa skjól af gróðrinum í kring. Bæði fullorðnir og börn geta nýtt sér völlinn. Tennisvöllur með gervigrasi væri klárlega betri heldur en malbikað - svo hægt væri að nýta völlinn fleiri daga á ári. Mjög algeng sjón erlendis að sjá velli inná stórum almennum grænum svæðum.

Tennisvellir passa illa á Klambratún (nema mögulega á malarsvæðinu við Lönguhlíð). Þeir taka mjög mikið pláss, þurfa að vera girtir af og það ekki nema fyrir 2-4 leikmenn í hvert skipti. (oftast tveir). Þarna fer nú fram fjölbreytt afþreying sem truflar lítið hver aðra en afgirtir tennisvellir passa alls ekki þarna inn.

Nú hefur aðalstjórn Víkings ákveðið að fjarlægja tennisvellina 4 hjá sér í apríl svo brýnt er að bæta fljótt við nýjum völlum í Reykjavík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information