Lagfæra brúna milli Árbæjar og breiðholts í elliðárdal

Lagfæra brúna milli Árbæjar og breiðholts í elliðárdal

Að lagfæra göngubrúna svo almenningur þurfi ekki að leggja alla sína krafta til að komast yfir brúna. Ég legg til að hún verði löguð með því móti að auðveldara verður að komast yfir hana á hjóli, með barnavögnum og fleira.

Points

Göngubrúin í elliðárdalnum nær Norðlingaholti og Ögurhvarfs hefur lengi verið til trafala og það er komin tími á að gera eitthvað í þessu. Brúin gerir ekki auðvelt fyrir barnafjölskyldur að fara á milli Árbæ og breiðholts þar sem erfitt er að fara með barnavagna / kerrur og börn í stól aftan á hjóli. Það á ekki að þurfa að labba lengri leiðina til að komast í fellahverfið. Að laga brúna myndi gefa jákvæða mynd fyrir íbúa Norðlingaholts þar sem hægt væri að nálgast verslun án erfiðis.

Eins og staðan er í dag er ekki hægt að hjóla með hjólakerru yfir brúna. Eina leiðin til að hjóla frá Norðlingaholti í Breiðholt með börnunum í hjólakerru er að hjóla yfir götubrúna, sem er stórhættulegt.

Umrædd brú er barn síns tíma og löngu orðið tímabært að gera bót á. Ég fer reglulega í göngutúra með vin í rafmagnshjólastól ofan úr Norðlingaholti. Þessi brú er alls ófær fyrir slík farartæki og seinfær og jafnvel hættuleg fyrir barnakerrur, hjól með barnastól eða barnavagn ofl. Um er að ræða einu brúnna yfir Elliðaá ofan við Árbæjarlaug (ef frá er talin hestabrú upp við Elliðarvatn sem einnig er ófær hjólastólum oþh farartækjum).

Það er búið að samþykkja þessa framkvæmd og verður vonandi byrjað á henni fljótlega. https://www.betrireykjavik.is/ideas/1294-laga-gongubru-yfir-ellidaar-vid-breidholtsbraut

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information